Ásgeir opnar veitingastaðinn Pünk

Ásgeir Kolbeinsson.
Ásgeir Kolbeinsson. mbl.is/Frikki

Nú styttist í opnun veitingastaðar Ásgeirs Kolbeins en staðurinn hefur hlotið hið skemmtilega nafn Pünk. Staðurinn verður á Hverfisgötu 20 á móti Þjóðleikhúsinu en komið er á hreint að Bjartur Elí Friðþjófsson, sem áður var yfirkokkur á Grillmarkaðinum, mun stýra eldhúsinu þar sem lagt verður mikið upp úr góðri stemningu og deilimatseðlum.

Eins og áður hefur komið fram er það Leifur Welding sem sér um hönnun staðarins og því má búast við miklu sjónarspili og skemmtilegri stemningu en ætlunin er að opna í lok september ef marka má heimildir.

mbl.is