Útpæld pítsa hjá Flóna

Flóni er fastagestur á Blackbox og nú er hægt að …
Flóni er fastagestur á Blackbox og nú er hægt að fá uppáhalds pítsuna hans á matseðlinum. mbl.is/Sigurjón Ragnar

Uppáhaldspítsa Flóna er nú mætt á matseðilinn hjá Blackbox og verður samsetningin að teljast einstaklega útpæld og metnaðarfull.

Það kemur kannski fáum á óvart enda Flóni þekktur fyrir allt annað en að vera fyrirsjáanlegur. Að sögn Jóns Gunnars Geirdal á Blackbox var aðdragandinn að samstarfinu skemmtilegur.

„Við spilum mikið íslenskt hipphopp á staðnum og Flóni er fastagestur hjá okkur. Við tókum öðruvísi nálgun á samstarfið en Hamborgarafabrikkan gerir en í stað þess að skíra í höfuðið á listamanninum fékk sköpunarverkið nafnið O.M.G. sem er nokkuð lýsandi fyrir þessa frábæru pítsu.“ 

Á pítsunni er meðal annars að finna ostablöndu og Óðals Búra, Sriracha, chorizo, rauðlauk, döðlur, sveppi, piparost og hvítlauk. „Pítsan er að skora virkilega hátt,“ segir Jón Gunnar en hún er fer formlega á matseðilinn á morgun.

Má búast við miklu fjöri á Blackbox í tilefni dagsins en Flóni mun taka nokkur lög í hádeginu í Borgartúninu og heldur svo tónleika á Blackbox í Mosfellsbæ sem hefjast kl. 19.30.

Hún heitir einfaldlega O.M.G. - frekari lýsinga er ekki þörf.
Hún heitir einfaldlega O.M.G. - frekari lýsinga er ekki þörf. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert