Vill einkaleyfi á takóþriðjudegi

LeBron James.
LeBron James. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Þeir sem vita eitthvað um körfubolta og mexíkóska matargerð ættu að vera meðvitaðir um ást LeBrons James á takó.

Svo mikil er þessi ást að hann hefur sótt um einkaleyfi á orðasambandinu og hyggst markaðssetja vörur undir nafninu enda hefur verið haft eftir honum að takó sé lífsstíll  hvað svo sem það þýðir.

Þess ber þó að geta að skyndibitakeðjan Taco John á téð einkaleyfi og hefur farið þess á leit við James að hann hætti öllum sínum takótilburðum í hvelli.

Hvernig þetta mál þróast verður að koma í ljós en ljóst er að James mun finna takóástríðu sinni farveg með einhverjum hætti.

LeBron James.
LeBron James. AFP
mbl.is