Borgaði 1,2 milljónir fyrir bjórglas

Hærri gjöld á bjór en vín .
Hærri gjöld á bjór en vín .

Bjór getur verið dýr enda lífsnauðsynleg munaðarvara í augum sumra. En við getum öll verið sammála um að 1,2 milljónir séu fullmikið af hinu góða.

Það gerðist þó engu að síður á dögunum þegar Peter Lalor var rukkaður um nákvæmlega þá upphæð á hóteli í Manchester í Englandi.

Lalor pantaði sér enskan IPA-bjór á hótelbarnum og var ofangreind upphæð skuldfærð á herbergið hans. Honum brá eðlilega og vitanlega var um mistök að ræða sem voru leiðrétt eftir nokkra daga.

Hann hafði töluverðan húmor fyrir mistökunum og birti þessa mynd á twitterreikningi sínum.

Færslan sem Lalor skrifaði og vakti mikla kátínu meðal netverja.
Færslan sem Lalor skrifaði og vakti mikla kátínu meðal netverja. mbl.is/skjáskot af Twitter
mbl.is