Djöflatertan með besta súkkulaðikreminu

mbl.is/Linda Ben

Til eru kökur sem eru svo gómsætar að um þær er talað lengi á eftir. Þær eru bakaðar á tyllidögum og eru þess megnugar að geta gert allt betra. Þessi djöflaterta er í þeim flokki enda óheyrilega girnileg og gómsæt á að líta. Höfundur hennar er engin önnur en Linda Ben.

Alvöru djöflaterta með besta súkkulaðikreminu

 • 1 ¾ dl bragðlaus olía
 • 3 egg
 • 2 ¼ dl súrmjólk
 • 4 dl sykur
 • 1 ¾ dl Cadbury kakó
 • 4 ¾ dl hveiti
 • 1 ½ tsk. matarsódi
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. salt
 • 1 ¼ dl mjög sterkt kaffi við stofuhita

Besta súkkulaðikremið

 • 400 g smjör
 • 200 g Philadelphia rjómaostur
 • 600 g flórsykur
 • 100 g kakó
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 1 dl mjög sterkt kaffi við stofuhita

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 2. Hrærið saman olíu, egg og súrmjólk.
 3. Í aðra skál blandið saman sykri, kakó, hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti, bætið því svo saman við eggjablönduna.
 4. Bætið því næst kaffinu saman við og hrærið öllu þar til blandað saman.
 5. Smyrjið tvö 18 cm form og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 30 mín. eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 6. Kælið botnana og skerið kúfaða toppinn af botnunum þannig þeir verði flatir.
 7. Til að gera kremið hrærið smjörið þar til það er létt og loftmikið. Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, kakóinu og kaffinu, hrærið þar til létt og loftmikið.
 8. Setjið neðri kökubotninn á kökudisk og u.þ.b. ¼ af kreminu á botninn, setjið því næst seinni botninn og hjúpið kökuna með kreminu. Takið svo skeið og búið til áferð með bakinu á skeiðinni með því að þrýsta henni í kremið og toga út.
mbl.is/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »