Túnfisksamlokan sem þú hefur aldrei smakkað

Þessi túnfisksalat er algjör bragðlauksbomba.
Þessi túnfisksalat er algjör bragðlauksbomba. mbl.is/Winnie Methmann

Hvern hefði grunað að við ættum eftir að bjóða upp á túnfisksamloku með sultuðum rauðlauk og avókadó. Lætur kannski furðulega í eyrum sumra en smakkast lygilega vel.

Það er gaman að koma bragðlaukunum á óvart og hver veit nema það verði nýja uppáhalds „blandan okkar“. Hér er salatið borið fram á rúgbrauðssneiðum og hentar því vel sem léttur kvöldmatur.

Túnfisksamlokan sem þú hefur aldrei smakkað

 • 2 túnfiskdósir í olíu
 • 200 g edemame-baunir án belgs, frosnar
 • 1 lítill rauðlaukur
 • 4 msk. Hellmanns-majónes
 • 4 msk. grísk jógúrt frá Örnu
 • salt og pipar
 • ½ sítróna

Sultaður rauðlaukur:

 • 1 rauðlaukur
 • 1 dl eplaedik

Annað:

 • 8 rúgbrauðsskífur
 • 2 þroskuð avókadó
 • 125 g blandað salat

Aðferð:

 1. Setjið túnfiskinn í skál.
 2. Hellið sjóðandi vatni yfir baunirnar þar til þiðnaðar og hellið svo vatninu frá.
 3. Saxið laukinn smátt. Hrærið túnfiskinn saman við baunirnar, smátt saxaðan rauðlauk, majónes, gríska jógúrt og salt og pipar. Smakkið til með sítrónusafa.
 4. Ristið rúgbrauðið og skerið avókadó í skífur.
 5. Setjið grænt salat á brauðið, túnfisksalat og avókadó. Skreytið með sultuðum rauðlauk og kryddið með salti og pipar.
 6. Sultaður rauðlaukur: Skerið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar. Hitið eplaedik í potti að suðu. Setjið rauðlaukinn í krukku og hellið edikinu yfir. Látið kólna þar til borið fram.
mbl.is