Ástæðan fyrir því að ryksugan missir kraftinn

mbl.is/Colourbox

Ef ryksugan þín er farin að missa sogkraftinn er það vísbending um að ekki sé allt í lagi. Oft eru þetta smáveigileg vandamál sem auðvelt er að leysa, svo áður en þú rýkur út í búð að kaupa nýja vél skaltu vita hverju þú átt að kíkja eftir.

Ein góð regla er að kíkja á filterinn. Ryksugan mun aðstoða þig mun lengur ef þú skiptir reglulega um filter eða í það minnsta einu sinni á ári eða oftar eftir þörfum. Það er filterinn sem hreinsar loftið sem kemur inn í ryksuguna og eftir einhvern tíma mun hann fyllast. Og er hann fyllist kemst loftið ekki í gegn sem getur eyðilagt mótorinn sem nær ekki að kæla sig niður.

Gott að hafa hugfast varðandi ryksuguna:

  • Skiptu reglulega um filter.
  • Skiptu um ryksugupoka áður en hann fyllist alveg upp í topp.
  • Passaðu að draga ekki ryksuguna harkalega á eftir þér þannig að hún skellist utan í veggi og húsgögn.
  • Ekki draga ryksuguna á slöngunni og ekki tosa rafmagnssnúruna alveg út til enda. Notið innstungurnar í hverju rými fyrir sig í stað þess að strekkja á snúrunni.
  • Notið stillingarnar á ryksugunni. Það eru mismunandi stillingar fyrir teppagólf, parket o.s.frv.
mbl.is/Colourbox
mbl.is