Ebba Guðný með spennandi námskeið

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Ásdís Ásgeirsdóttir
<div>Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur þarf væntanlega ekki að kynna fyrir neinum en á fimmtudaginn verður hún með námskeið þar sem hún mun fara yfir það helsta í heilsufræðum með sína eigin sögu að leiðarljósi.</div><div></div>

Að sögn Ebbu ætlar hún að fara yfir 20 ára heilsubrölt sitt á kómískum og fræðandi nótum en námskeiðið ber titilinn

<em>Hreint út sagt <span>–</span> 20 ára heilsubrölt Ebbu Guðnýjar.</em> <div>„Hljómar kannski ögn eins og hér sé um einhvers konar uppistand að ræða, þar sem ég fer yfir mína heilsusögu á kómískum nótum. Sem er jú kannski hálfur sannleikurinn en ég verð þó ekki í neinum brennidepli þannig lagað heldur allt sem ég hef fundið út að virkar vel þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan og allt á fremur léttum nótum,“ segir Ebba en búast má við fróðlegu og skemmtilegu námskeiði enda er Ebba einstaklega fróð um flest tengt heilsu. Að auki er hún fram úr hófi skemmtileg þannig að búast má við frábærri og fræðandi kvöldstund með Ebbu.</div><div></div><div>„Allir fá sneið af uppáhaldskökunni minni er þeir mæta. Hún er ægilega holl, fáránlega góð og ótrúlega einföld. Uppskrift fylgir auðvitað sem og fleiri góðar og sígildar sem ég hef notað í milljón ár og mér finnst aldrei klikka. Svo bara byrjar ballið og ég romsa upp úr mér öllu sem ég tel mig vita sem getur hjálpað þeim sem þangað eru mættir til að huga betur að heilsunni sinni. En það má alltaf rétta upp hönd og spyrja! Ég tel mig vera nokkuð praktíska og reyni því að hafa þetta allt í vitrænni röð svo fólk skilji vel og getið auðveldlega meðtekið, munað og nýtt sér.</div><div></div><div>Það er von mín að námskeiðið blási viðstöddum byr í brjóst og hjálpi þeim að taka betur eftir því hvar má auðveldlega bæta lífsmunstrið til að það þjóni manni betur og heilsunni manns,“ segir Ebba. „Ég held að námskeiðið muni gagnast hverjum þeim sem vill hlúa betur að sér og auka lífsgæðin.“</div>

Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 12. september kl. 19:30 í sal Arion banka á 2. hæð í Kringlunni.

Námskeiðsgjald er 4.500 krónur og hægt er að skrá sig á ebba@pureebba.com.

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert