Matvælin sem almenningur hafnaði

Tilraun var gerð til að koma með „léttari“ útgáfu af …
Tilraun var gerð til að koma með „léttari“ útgáfu af einu vinsælasta snakki heims. En í snakkinu var efni sem kallast Olean sem hafði aukaverkanir sem hægðalosandi - ef þú borðaðir aðeins of mikið af snakkinu góða sem flest okkar eigum til að gera. mbl.is/Flickr / Mike Mozart

Það hlýtur að vera ákveðin pressa hjá stórfyrirtækjum að koma með nýjar vörur á markað. Sumar slá í gegn en aðrar gera það svo sannarlega ekki.

Það var árið 2000 sem tómatsósuframleiðandinn Heinz kynnti græna tómatsósu …
Það var árið 2000 sem tómatsósuframleiðandinn Heinz kynnti græna tómatsósu á markað. Sósan var unnin úr grænum tómötum og átti að höfða meira til krakka. Sósan hvarf fljótt af markaði. mbl.is/Samuel West
Burger King reyndi einnig að heilla með fituminni mat og …
Burger King reyndi einnig að heilla með fituminni mat og kynnti til leiks „Satisfries“. Mistökin voru sú að hollu franskarnar kostuðu meira en þessar venjulegu og voru fljótlega lagðar til hliðar vegna lítillar eftirspurnar. mbl.is/Flickr / Mr Blue MauMau
Í kringum 1990 kynnti gosframleiðandinn Pepsi alveg nýja hugmynd að …
Í kringum 1990 kynnti gosframleiðandinn Pepsi alveg nýja hugmynd að gosdrykkinum góða. Crystal Pepsi átti að vera hollari útgáfan af hinu venjulega Pepsi sem fékk alveg hrikalega dóma frá neytendum. mbl.is/Flickr / Mike Mozart
Það var á áttunda áratuginum er sígarettur og reykingar fengu …
Það var á áttunda áratuginum er sígarettur og reykingar fengu endanlega stimpilinn á sig sem óhollar fyrir heilsuna. Tóbaksframleiðandinn RJ. Reynolds Tobacco Company fjárfesti 325 milljón dollurum í að búa til reyklausar sígarettur sem kölluðust Premier. Sígaretturnar smökkuðust og lyktuðu svo hræðilega að fólk hreinlega kastaði upp af þeim. mbl.is/Reynolds Tobacco Company
Cheetos er ágætis snakk út af fyrir sig en ekki …
Cheetos er ágætis snakk út af fyrir sig en ekki beint það sem við viljum klína á varirnar og láta liggja þar yfir daginn. Cheetos-varasalvinn fékk mjög slæma dóma og var tekinn snögglega af markaði. mbl.is/Frito-Lay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert