Heitasta grænmetið hérlendis í dag

Grænmeti streymir nú í verslanir.
Grænmeti streymir nú í verslanir. mbl.is/

Grænmeti er ekki bara grænmeti eins og þið vitið öll og nú ber svo við að samfélagsmiðlar nánast loga vegna umræðna um það sem við getum einungis fullyrt að sé vinsælasta og eftirsóttasta grænmetið í dag: Blómkál!

Hvar er það? Hvaðan kemur það? Hvað kostar það? Á einhver uppskrift? Þetta er meðal þess sem heyrist í umræðunni. Fólki virðist verða tíðrætt um verð og virðist þá almennt hneykslað á hversu dýrt innflutt blómkál er miðað við okkar yndislega íslenska blómkál. Margir býsnast yfir háu raforkuverði til grænmetisbænda og benda á hversu galið það sé að þeir fái ekki besta verðið sem í boði er.

Við tökum heilshugar undir allt það sem sagt hefur og minnum fólk á að hik er sama og tap. Ef þú sérð blómkál úti í búð skaltu kaupa það því svo virðist sem slegist sé um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert