Sagt upp vegna ostabakka

Girnilegur ostabakki.
Girnilegur ostabakki. mbl.is

Kona nokkur á Tinder sagði farir sínar ekki sléttar eftir að henni var dömpað (eins og það kallast á góðri íslensku) út af ostabakka. Reyndar skal tekið fram að ekki var um eiginlegan ostabakka að ræða heldur það sem kallast charcuterie á ensku og skilgreinist sem sælkerabakki með bæði sælkeraostum og kjötáleggi í bland við vínber. 

Konan, Danielle Betsy, var í miklum samskiptum við mann að nafni Jan og voru þau búin að daðra hressilega hvort við annað í fleiri mánuði. 

Ást Danielle á sælkerabökkum er mikil og hún er væntanlega að bjóða honum upp á slíkan þegar hann spyr hvað slíkur bakki sé. Hún útskýrir það og þá svarar hann því til að hann telji sig ekki tilbúinn í slíkt. Samskiptum lokið. 

Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem stunda ekki Tinder en þetta er í alla staði bráðfyndið og fremur lýsandi fyrir ástandið á stefnumótamarkaðnum í dag. Betsy hafði töluverðan húmor fyrir svari Jans og tók skjáskot af því sem hún deildi á Twitter. 

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa enda ekki hægt að toppa það að vera dömpað út af sælkerabakka ... 

Það er ekki gott að vera sagt upp út af …
Það er ekki gott að vera sagt upp út af ostabakka - eða sælkerabakka... Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert