Sjóðheitur sítrónukjúklingur sem tekur enga stund

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hvað er betra en fáránlega einfaldur kvöldmatur sem er bæði sjúklega góður og mjög svo hollur og heilsubætandi?

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á þessa uppskrift sem klikkar ekki ... frekar en nokkuð annað sem frá henni kemur.

Sjóðheitur sítrónukjúklingur

Fyrir 4-5

 • 16-18 stk. kjúklingaleggir
 • ½ kg litlar kartöflur/smælki
 • 2 stk. sítróna
 • ólífuolía
 • rósmarín, salt, pipar, hvítlaukskrydd og kjúklingakrydd eftir smekk.
 • blómkálshaus
 • 2 stk. pressuð hvítlauksrif

Kjúklingur – aðferð

 1. Hitið ofninn 185°C.
 2. Þerrið og kryddið kjúklingaleggina með ofangreindu kryddi.
 3. Hellið kartöflunum í eldfast mót og veltið upp úr ólífuolíu og kryddinu, gott er að skera þær til helminga eða í fernt ef þið fáið ekki smælki svo þær verði tilbúnar á sama tíma og kjúklingurinn.
 4. Raðið kjúklingaleggjunum ofan á kartöflurnar og stingið sítrónusneiðum hér og hvar og kreistið safann úr ½ sítrónu yfir allt saman.
 5. Bakið í ofni í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegnsteiktur og kartöflurnar mjúkar.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is