Heitustu kokkar landsins opna veisluþjónustu

mbl.is/Nomy

Það er aldrei lognmolla í veitingageiranum og eftir langan undirbúning hefur veisluþjónustan Nomy loksins opnað dyrnar með formlegum hætti. 

Það eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson sem eru eigendur en allir hafa þeir skipað sér í fremstu röð hér á landi og þótt víðar væri leitað. 

„Kveikjan að Nomy er sameiginleg ástríða okkar fyrir hágæðamatargerð og löngun okkar til að þjónusta fólk með veitingum sem það langar til að borða. Við höfum starfað saman í yfir tíu ár á einn eða annan hátt og þekkjumst vel,“ segir Bjarni Siguróli aðspurður um ástæðu þess að þeir félagarnir fóru saman í rekstur.

„Okkar heildarhugmynd færir nútímaveisluþjónustu nær gestunum með einfaldri leið til að panta mat í veisluna í gegnum vefsölu sem við vorum að opna á heimasíðunni okkar

<span> </span><a data-auth="NotApplicable" href="http://nomy.is/" target="_blank">nomy.is</a>

.

Fyrst og fremst erum við persónuleg veisluþjónusta og við leggjum okkur fram við að mæta þörfum þeirra sem eru að plana viðburði og veislur." 

<div></div><div>Bjarni Siguróli segir viðtökurnar hafa verið með eindæmum góðar en þeir taki að sér allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartí, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð og ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni.</div>

Við erum alhliða veisluþjónusta og sjáum um veitingarnar í þína veislu, hvort sem þú sækir þær til okkar eða við komum til þín og sjáum um allan pakkann fyrir þig og þína. Við getum útvegað þjóna, tónlistarfólk og búnað eftir þörfum.“

mbl.is/Nomy
mbl.is/Nomy
mbl.is/Nomy
mbl.is