5 stórmerkilegar staðreyndir um mat

mbl.is/

Hér eru stórmerkilegar staðreyndir um mat sem við erum nokkuð viss um að þú varst ekki með á hreinu. Kannski eina eða tvær - en alls ekki allar fimm.

  1. Hægt er að koma í veg fyrir að kartöflur spíri með því að geyma epli með þeim. Af hverju vitum við ekki en samkvæmt heimildum okkar ku þetta satt.
  2. Þú getur komið í veg fyrir að skorið epli brúnist með því að dýfa sneiðunum í kalt salt- eða sítrónuvatn.
  3. Þú getur flýtt því að avókadó þroskist með því að geyma það í brúnum bréfpoka. Reyndar er ekkert sem segir að hann þurfi að vera brúnn. Hann gæti því allt eins verið grænn... eða gulur.
  4. Geymdu kryddjurtir í glasi með vatni í inni í kæli. Ef þú kaupir kryddjurtir í mold eins og tíðkast oftar en ekki hérlendis skaltu passa upp á að moldin þorni ekki.
  5. Grænmetisskrælari (jafnvel góður ostaskeri) er leynivopn kokka og instagrammara. Sneiddu grænmetið niður eins og fagmaður og allt verður fegurra.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert