Eldhúsþrifatrixið sem þú verður að kunna

mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt leiðinlegra en að þrífa þetta undarlega og algjörlega óþarfa rými sem myndast ofan á eldhússkápunum af því að fæstir hugsa út í hversu miklu fallegra eldhúsið væri ef skáparnir næðu upp í loft. Það er persónuleg skoðun undirritaðrar en breytir ekki því að rýmið ofan á eldhússkápunum safnar á sig óhemju magni af óhreinindum og það er fátt leiðinlegra en að þrífa það.

Hér kemur töfralausnin og þetta eru staðfestar niðurstöður: Settu smjörpappír ofan á skápana þína. Smörpappírinn er einstaklega góður á þetta svæði og þú þarft ekki að gera neitt annað en skipta um pappír á nokkurra mánaða fresti. Þú þarft hvorki að skrúbba né erfiða við verkið.

Auðvelt eins og agúrka!

Hér ná eldhússkáparnir alveg upp i loft.
Hér ná eldhússkáparnir alveg upp i loft. mbl.is/Thinkstockphotos
Sama vandamál á líka við um opnar hillur en því …
Sama vandamál á líka við um opnar hillur en því miður er ekki nógu smart að þekja þær með smjörpappír þannig að best er að þrífa þær með blöndu af volgu vatni og uppþvottalegi og nota örtrefjaklút.
mbl.is