Endurvinnsla hefur aldrei virkað betur

Regrow heitir þríhyrningslaga festing sem hjálpar þér að endurrækta grænmeti.
Regrow heitir þríhyrningslaga festing sem hjálpar þér að endurrækta grænmeti. mbl.is/madeleinenelsondesign.com

Ekki sóa mat, umhverfinu eða peningum! Það er ekkert dásamlegra en að sjá alla vitundarvakninguna um dýrmæta umhverfið okkar. Við rákumst inn á heimasíðu Studio Portland hér á landi sem selur nýstárlega hönnun til að endurrækta grænmetið þitt og kallast Regrow  hannað af hinni sænsku Madeleine Nelson.

Það eru eflaust ekki margir sem nýta matarleifar og rætur grænmetis til að endurrækta nýjar plöntur. Flest hendum við öllu sem telst úrgangur og þar með allt of miklum mat. En með því að nota Regrow færðu tvo grænmetisskammta á verði eins.

Regrow er einstök og nýstárleg hönnun sem gefur þér sem sagt frelsi til að endurrækta grænmetið þitt. Einstök þríhyrningslaga varan getur staðið á mörgum glösum og vösum. Þú festir einfaldlega grænmetið í þríhyrninginn og setur í hvaða gler eða vasa sem er með vatni sem nær yfir ræturnar. Eftir aðeins um 14 daga ættirðu að hafa ræktað nýtt fullkomlega ferskt grænmeti.

Þú getur notað rætur grænmetis til að endurrækta nýjar plöntur.
Þú getur notað rætur grænmetis til að endurrækta nýjar plöntur. mbl.is/madeleinenelsondesign.com
mbl.is/madeleinenelsondesign.com
Regrow er sænsk hönnun eftir Madeleine Nelson og fæst í …
Regrow er sænsk hönnun eftir Madeleine Nelson og fæst í Studio Portland hér á landi. mbl.is/madeleinenelsondesign.com
mbl.is