Ný bragðtegund af sous vide-kjúklingabringunum

mbl.is/Ali

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar nýjar bragðtegundir eru kynntar til leiks og þá ekki síst þegar um er að ræða þungavigtarvöru á borð við sous vide-elduðu kjúklingabringurnar frá Ali.

Nú er sumsé komin ný bragðtegund á markað og það er BBQ sem ætti að gleðja ansi marga. Fyrir eru piri-piri-, rodizio- og tikka masala-bringur sem hafa notið mikilla vinsælda og svo má auðvitað ekki gleyma sous vide-uðu lærleggjunum sem voru kynntir í sumar.

Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu er varan fullelduð og hægt að borða hana beint úr umbúðunum eða hita upp. Það þýðir að ávallt er hægt að eiga tilbúinn kjúkling í ísskápnum sem hefur verið eldaður upp á tíu og er lungamjúkur!

mbl.is/Ali
mbl.is