Sagan á bak við frægasta eftirrétt allra tíma

mbl.is/samsett mynd
Hver man ekki eftir því þegar Rachel í Friends ákvað að sjá um eftirréttinn á Þakkargjörðarkvöldverðinum í sjöttu þáttaröð og bjóða upp á hefðbundið enskt triffli.
Ekki vildi betur til en svo að tvær blaðsíður í matreiðslubókinni límdust saman og fyrir vikið blönduðust tveir heimsfrægir réttir; áðurnefnt triffli og smalabaka (e. Shepherd's pie). Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu þá er trifflið ákaflega vandaður og marglaga réttur með kexi, sultu og búðingi en smalabakan er í grunninn kjötkássa.
Ástæða þess að eftirrétturinn var skrifaður inn í þáttinn var brandari sem gekk um meðal höfunda þáttanna. Þeim þótti samsetningin svo hrikaleg að þau töldu engar líkur á að þetta myndi virka í reynd en ákváðu samt að prófa. Leikararnir tóku hins vegar boltann og hlupu með hann beina leið í mark ef svo má að orði komast því atriðið er með þeim fyndnari í sögu Friends-þáttanna. 
Þar höfum við það … oft veltir litil þúfa þungu hlassi.

mbl.is