Sjúklega ferskt gúrkumeðlæti

Brakandi ferskt gúrkumeðlæti sem hentar með öllum mat.
Brakandi ferskt gúrkumeðlæti sem hentar með öllum mat. mbl.is/Melanie Dueck / Therecipecritic.com

Algjörlega frábært gúrkumeðlæti er hér á ferð, ferskt og hollt - eitthvað sem allir vilja. Hér um ræðir ferskt og hollt salat sem er fullkominn hliðardiskur með kjúklingi eða annari steik.

Sjúklega ferskt gúrkumeðlæti (fyrir 8)

  • 2 gúrkur skornar í þunnar skífur (jafnvel með mandolínjárni)
  • ½ rauðlaukur, lítill og skorinn í þunnar skífur
  • ½ bolli hrein grísk jógúrt
  • 1 sítróna, börkurinn rifinn og safinn
  • 1 msk. ferskt dill, saxað
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • ½ tsk. kosher salt
  • Pipar

Aðferð:

  1. Blandið saman grískri jógúrt, sítrónusafa, rifnum sítrónuberki, dilli, hvítlauk, salti og pipar.
  2. Blandið gúrku, rauðlauk og jógúrtblöndunni saman og berið fram.
Melanie Dueck / Therecipecritic.com
Melanie Dueck / Therecipecritic.com
mbl.is