Maturinn sem minnir Kim K á föður sinn

Kim birti þessa mynd af sér og föður sínum á …
Kim birti þessa mynd af sér og föður sínum á dögunum þegar hann hefði átt 75 ára afmæli en hann var einungis 59 ára þegar hann lést. mbl.is/Kim Kardashian/Instagram

Flest vitum við að faðir hinna frægu Kardashian systra var lögfræðingurinn Rob Kardashian sem er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa fengið O.J. Simpson sýknaðan af morðákæru.

Hann greindist með krabbamein í vélinda árið 2003 og lést einungis átta vikum síðar. Kim hefur oft talað um uppáhaldsmatinn hans og hvað hann minni sig ávallt á hann.

Um er að ræða armenskan rétt (en faðir hennar var Armeni) sem er brauð sem kallast lavash borið fram með hrærðum eggjum.

Hljómar spennandi....

Svona lítur rétturinn út.
Svona lítur rétturinn út. mbl.is/Kim Kardashian/Instagram
mbl.is