Lést eftir afmælismáltíðina

Veitingastaðurinn Byron Hamburgers.
Veitingastaðurinn Byron Hamburgers. mbl.is/Facebook

Átján ára drengur í Bretlandi lést eftir að hafa borðað kjúklingaborgara á veitingastað í London þar sem hann fagnaði afmælisdeginum. 

Drengurinn, Owen Carey, var fullvissaður um það af starfsfólki að borgarinn innihéldi engar mjólkurafurðir. Hann var hins vegar marineraður í legi sem innihélt súrmjólk og Carey lést skömmu eftir máltíðina. 

Foreldrar hans hafa höfðað mál gegn veitingastaðnum, Byron Hamburgers, í viðleitni sinni til að tryggja að atvikið endurtaki sig ekki. 

Forsvarsmenn veitingastaðarins sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma atvikið.

<a href="https://www.cnn.com/2019/09/13/uk/byron-burger-death-gbr-scli-intl/index.html" target="_blank">Frétt CNN um málið.</a> <a href="https://www.theguardian.com/uk-news/2019/sep/13/allergic-teenager-who-died-was-misled-about-byron-burger-coroner-rules" target="_blank">Frétt The Guardian um málið. </a>
Owen Carey var einungis átján ára þegar hann lést.
Owen Carey var einungis átján ára þegar hann lést. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert