Svona frískar þú upp á þreytta skó

Við erum með ráðin til að þrífa skítuga skó.
Við erum með ráðin til að þrífa skítuga skó. mbl.is/Colourbox

Við þurfum ekki að skottast í næstu verslun og ná okkur í nýtt skópar þó að þeir gömlu hafi misst glansinn á yfirborðinu – ef þeir eru annars í góðu standi. Hér eru nokkur trix hvernig má fríska upp á gamla eða bara skítuga skó.

  • Þú getur notað hvítt strokleður á dökka bletti á rúskinnsskóm. Byrjaðu bara varlega að þurrka af þeim og strokleðrið mun vinna kraftaverk.
  • Naglalakkseyðir er fullkominn á strigaskó og fjarlægir strik og bletti af hvíta gúmmísólanum á augabragði.
  • Til að vernda skó fyrir bleytu má vel nudda þá upp úr býflugnavaxi – bara passa að setja ekki of mikið og dreifa því jafnt yfir.
  • Önnur aðferð fyrir rúskinnsskó er að nota naglaþjöl á fasta bletti. Hér ber þó að fara varlega í verkið.
  • Fékkstu olíubletti á skóna? Sjampó leysir upp fitu og því upplagt að blanda því saman við vatn og pússa skóna upp úr sjampóvatni.
  • Hárnæring getur síðan komið að góðum notum til að fríska upp á leðurskó. Byrjaðu á innanverðum skónum til að sjá hvernig leðrið tekur við.
  • Tannkremið stendur alltaf fyrir sínu þegar kemur að þrifum. Settu smávegis af hvítu tannkremi á tannbursta og burstaðu skítinn burt.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert