Leynitrixið sem sérfræðingarnir eru að ærast yfir

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Það hljómar eflaust undarlega að krydda næstu þvottakörfu með svörtum pipar – en það er eitthvað sem þú mátt alveg skoða við næsta þvottatúr.

Þú kannast við að ný föt eru frískandi og fín en geta misst lit með tímanum, orðið mött og leiðinleg. Sem betur fer er til fullt af fólki þarna úti sem prófar sig áfram með allskyns lausnir fyrir okkur hin til að fara eftir. Samkvæmt ameríska fréttamiðlinum Pure Wow, vilja þeir meina að svartur pipar sé að gera kraftaverk. Og það sakar ekki að prófa!

Svona virkar svartur pipar í þvotti:
Næst þegar þú ætlar að setja í vélina, settu þá bara það magn af þvottaefni eins og vaninn er. Bættu því næst 1 tsk. af svörtum muldum pipar í vélina og þvoðu á lágu hitastigi.

Piparinn mun nuddast í fötin og taka þær sápurestar sem annars fá fötin til að lýsast með tímanum. Piparinn mun svo skolast út með vatninu og þú stendur uppi með frísklegar flíkur.

Að því sögðu þá eru ekki allir sammála um ágæti þessa húsráðs og við seljum það ekki dýrar en við keyptum. Einhverjir nefndu að það væri fremur leiðinlegt verk að hreinsa piparinn úr vélinni þannig að kannski að prufa piparinn í handþvotti fyrst áður en þú fyllir þvottavélina af honum.

Svartur pipar er sagður hreinsa þvottaefni úr fötum og fríska …
Svartur pipar er sagður hreinsa þvottaefni úr fötum og fríska þar að leiðandi upp á þreyttan þvott. mbl.is/Colourbox
mbl.is/Colourbox
mbl.is