Súkkulaðibitakökurnar sem allir geta bakað

Súkkulaðibitakökur eru vinsælar sama hvernig viðrar.
Súkkulaðibitakökur eru vinsælar sama hvernig viðrar. mbl.is/Colourbox

Það er nauðsynlegt að eiga eina svona uppskrift uppi í erminni – eina lauflétta uppskrift sem þú gerir nánast blindandi því svo auðveld er hún í framkvæmd. Súkkulaðibitakökur eru alltaf vinsælar sama hvernig viðrar.

Súkkulaðibitakökur sem þú gerir blindandi

  • 145 g mjúkt smjör
  • 110 g púðursykur
  • 110 g sykur
  • 1 egg
  • 210 g hveiti
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 100 g hnetur eða möndlur
  • 70 g mjólkursúkkulaði
  • 70 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C á blæstri.
  2. Pískið smjör, púðursykur, sykur og egg saman. Bætið hveiti því næst saman við ásamt vanillusykri og lyftidufti og pískið vel saman.
  3. Saxið hneturnar. Saxið súkkulaðið gróft. Blandið hnetum og súkkulaði saman við blönduna.
  4. Formið í litlar kúlur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Passið að það sé pláss á milli kúlanna og þrýstið jafnvel létt ofan á hverja og eina þannig þær fletjist auðveldar út.
  5. Bakið í ofni í 11-15 mínútur þar til þær eru létt gylltar á lit og látið kólna á rist.
  6. Kökurnar eru mjúkar þegar þú tekur þær úr ofninum en þegar þær kólna verða þær stökkar á köntunum og hæfilega mjúkar í miðjunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert