Á að þvo ný föt áður en þau eru notuð?

Þværðu nýju fötin þín eða?
Þværðu nýju fötin þín eða? mbl.is/Colourbox

Við kaupum okkur ný föt út í búð og getum ekki beðið eftir að koma þeim strax í notkun. En vissir þú að nýju fötin þín gætu verið það skítug,að notuð föt eða „second hand“, frá fatamarkaði gætu jafnvel verið hreinni?

Sjónvarpsstöðin CBS fór á stúfana og gerði áhugaverða könnun hvað óhreinindi varðar í nýjum og notuðum fötum. Það voru sláandi niðurstöður sem komu úr rannsókninni en bakteríur voru meðal annars að finnast í nýjum nærbuxum sem seldar eru saman í pakka.

Fólk er að máta föt allan daginn í tískuvöruverslunum og við vitum ekkert hvort viðkomandi aðili sé í skítugum nærfötum, nýkominn úr ræktinni eða hefur ekki þrifið sig í lengri tíma. Og hver hefur ekki keypt sér skó útií búð og fengið síðasta skóparið í sinni stærð – og þar af leiðandi annan sýningarskóinn? Í rannsókninni sem CBS framkvæmdi voru strokur teknar innan úr nýjum skóm og einnig notuðu skópari frá fatamarkaði. Í nýju skónum fundust bakteríur en í notaða skóparinu fundust engar bakteríur en mælt er með því að strjúka innan úr skópörum með blautþurrku áður en notaðir skór eru teknir í notkun.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá niðurstöður úr rannsókninni og skemmtileg viðtöl við fólkið á götunni.

mbl.is/Colourbox
mbl.is