Brúðkaupsgestir beðnir um að mæta með samloku og stól

Myndir þú þora biðja gesti um að mæta með stól …
Myndir þú þora biðja gesti um að mæta með stól og nesti í veisluna þína. mbl.is/Colourbox

Brúðhjón hafa hlotið mikið lof á samfélagsmiðlinum Reddit eftir að mynd af boðskortinu þeirra flaug um netheimana. En yfir 1.000 athugasemdir hafa verið skrifaðar til þessa varðandi boðskortið.

Á boðskortinu er fólk beðið um að svara hvort það ætli að mæta, rétt eins og venjan er. En hjónakornin bættu einnig við í undirskriftinni að ef þú svaraðir ekki fyrir ákveðinn tíma, þá þyrftirðu vinsamlegast að mæta með þinn eigin stól og samloku.

Eins og áður sagt, þá urðu viðbrögðin með þeim skemmtilegri. Einn sagði að þetta væri skothelt dæmi og mæta þá með þægilegri stól en verða á staðnum og mat sem þú velur þér alveg sjálfur. Annar skrifaði að svo lengi sem það væri opinn bar á staðnum, þá væri lítið mál að mæta með sinn eigin stól og samloku. Spurningu var einnig varpað fram í umræðunni hvort þú slyppir þá við að koma með rándýra gjöf þegar þú værir ekki að borða rándýra matinn sem væri á boðstólum.

Boðskortið sem um ræðir og vakið hefur heilmikla athygli á …
Boðskortið sem um ræðir og vakið hefur heilmikla athygli á samfélagsmiðlum. mbl.is/reddit/u/koreenalynn
Virkir í athugasemdum!
Virkir í athugasemdum! mbl.is/reddit
mbl.is