Og þess vegna skaltu alls ekki vaska upp í höndunum

Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél?
Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél? mbl.is/Colourbox

Þaulreyndir þrifspekúlantar hafa harðar skoðanir á því hvort við eigum að vaska leirtauið okkar upp í höndunum eða ekki.

Hendurnar þola ekki hitann
Þú þekkir það vel að munda uppþvottaburstann undir rennandi heitu vatni og fingurnir kippast til undan hitanum. Það er ekki gott að brenna sig á heita vatninu við uppvaskið en vatnið þarf að ná ákveðnum hita ef þú ætlar að skola allar bakteríur á bak og burt.

Uppþvottaburstinn er bakteríubomba
Flestir skola leirtauið undir krananum áður en þeir setja í uppþvottavélina sem er algjör óþarfi. Þú tekur að sjálfsögðu mestu matarleifarnar í burtu af diskunum en þarft alls ekki að skola í bak og fyrir. Dagblaðið The Washington Post, birti grein um hversu skítugur uppþvottaburstinn í raun og veru væri – að hann kæmi strax á eftir klósettburstanum hvað bakteríur varðaði. Og þeir sem nota svampa við uppvaskið ættu að henda slíkum út eftir hverja notkun.

Of mikil vatnsnotkun
Fyrir utan allt annað þá notum við allt of mikið vatn við uppvaskið sem er ekki gott fyrir umhverfið. Uppþvottavélar skammta vatninu inn eftir því hvað er mikið í vélinni o.s.frv.

Við notum allt of mikið vatn við uppvaskið.
Við notum allt of mikið vatn við uppvaskið. mbl.is/Colourbox
mbl.is