Engiferskot sem startar deginum

Engiferskot er besta leiðin til að hefja daginn.
Engiferskot er besta leiðin til að hefja daginn. mbl.is/Colourbox

Það eru engin geimvísindi hversu hollt og gott engifer er fyrir líkama og sál. Það er varla til betri leið til að byrja daginn en að henda í sig einu engiferskoti og fyrirbyggja í leiðinni veikindi. Þessi litla planta er stútfull af A-, B-, C- og E-vítamínum, magnesíum, fosfór, járni, kalki o.fl.

Engiferskot sem startar deginum

  • Safi úr 1 sítrónu
  • ca 15 g engifer
  • 1 dl vatn
  • 2 msk. sætuefni (ef vill)

Aðferð:

  1. Pressið sítrónusafann og skrælið engiferrótina.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman í blandara og keyrið áfram þar til engiferinn er ekki lengur í bitum.
  3. Smakkið til með sætuefni.
mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert