Læknirinn hélt geggjaða veislu fyrir eiginkonuna

Snædís Eva er til hægri á myndinni.
Snædís Eva er til hægri á myndinni. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Snædís Eva Sigurðardóttir fagnaði 42 ára afmæli sínu á dögunum og fór eiginmaður hennar, Ragnar Freyr Ingvarsson  betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu  á kostum af því tilefni.

„Hún er mitt algera uppáhalds í lífinu! Mér fannst það frábært tilefni og til að halda ærlegt teiti og bjóða vinum og vandamönnum í veislu á heimilinu,“ sagði Ragnar um veisluna góðu. „Einhverjum kann að finnast það skrítið að halda upp á þennan afmælisdag frekar en einhvern annan. Hugmyndin er fengin úr bókinni og seinna bíómyndinni A Hitchhiker's guide to the Galaxy þar sem framandi geimverur spyrja ofurtölvu eina um hver sé tilgangur lífsins. Svarið kom nokkrum milljón árum síðar  fjörutíu og tveir. Og ef þetta er ekki ástæða til að fagna þá veit ég ekki hvað!“
Matarvefurinn óskar Snædísi að sjálfsögðu til hamingju með daginn og fyrir þá sem vilja skoða fleiri myndir úr veislunni er hægt að smella HÉR.
Heilgrillað lamb, steikt grænmeti, ljúffengt salat, heimagert brauð og tazikisósa!
Fyrir 37 gesti
  • 1 lamb
  • 500 ml jómfrúarolía
  • kryddblanda að eigin vali  ég fór í grískar áttir með fullt af oregano, timjan, papríkudufti, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar
  • fullt af kolum og eitt stykki stórt grill
Fyrir brauðin 
Vilji maður gera bara eina uppskrift er hægt að fylgja leiðbeiningum hérna.
  • 4 kg hveiti
  • 2 l vatn
  • 4 pakkar ger
  • 120 g salt
  • 120 g sykur
Fyrir foccaciabrauðin notaði ég handfylli af íslenskum kirsuberjatómötum og svo tvær tegundir af grískum ólífum í hitt brauðið. 
Valdís tók að sér að gera veislubrauð sem hún hafði lært í heimilisfræði í MH. 
250 g af fetaosti og svo handfylli af ólífum. 
Villi gerði svo annað brauð með sömu aðferð, fyllt með osti og kraftmikilli heimagerðri hvítlauksolíu.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ragnar sker lambið.
Ragnar sker lambið. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Það þarf alvöru mannskap ef maður vill grilla heilt lamb …
Það þarf alvöru mannskap ef maður vill grilla heilt lamb - þetta tekur um tvo til þrjá tíma við kjöraðstæður en þegar íslenskt haustveður lætur á sér kræla þá er betra að hafa auka mannafla því haustvindarnir krefjast lengri eldunar. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is