Leynitrixið fyrir vel skipulagðan búrskáp

Þetta eldhús er ægifagurt að sjá og takið eftir viðnum …
Þetta eldhús er ægifagurt að sjá og takið eftir viðnum í loftinu. mbl.is/onekingslane.com

Áhugi okkar á vel skipulögðum búrskápum er landsfrægur og við rákumst á þetta snilldarráð inni á The Kitchn en þar er notað trix sem við höfum hreint ekki séð áður.

Hér eru notuð klassísk herðatré með klemmum á til að hengja upp stóra poka sem búið er að opna. Með þessu móti er hægt að raða þeim þannig að aðgengi að þeim sé auðvelt og pokarnir sjáist vel í stað þess að gleymast djúpt inni í skápnum og opnast.

Klemmurnar loka pokunum og þannig er hægt að hengja þá …
Klemmurnar loka pokunum og þannig er hægt að hengja þá upp. mbl.is/skjáskot af The Kitchn
mbl.is