Jömm keppir fyrir hönd Íslands

mbl.is/aðsend mynd

<span>Sigurvegarinn á götubitahátíðinni sem haldin var á Miðbakkanum í sumar mun keppa fyrir Íslands hönd á <span><a href="https://europeanstreetfood.com/2019-awards/" target="_blank">Evrópsku götubitaverðlaun</a>aafhendingunni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð</span> næstu helgi. Það var veitingastaðurinn Jömm sem fór með sigur af hólmi en hann var jafnframt eini 100% vegan-staðurinn. <br/></span>

<span>Um komandi helgi mun hann svo keppa sem fulltrúi Íslands en alls munu fimmtán þjóðir keppa til úrslita og má búast við frábærri keppni. </span>

<div><span>Jömm byrjaði sem pop-up skyndibitastaður í gámi í BOX - Skeifuplaninu sumarið 2018. Þar framreiddi ofvirkt vegan starfsfólk sóðalega Oumph!-rétti í sönnum götumatarstíl. Bragðmikið, einfalt og toppað með óhóflegu magni af vegan mæjósósum. </span></div>

<span> Eftir að markaðurinn pakkaði saman í lok sumars upphófst mikill söknuður bæði hjá Jömm fíklum og eigendum og því var ákveðið að snúa aftur í Veganúar 2019 með djúsí Oumph!-samlokur sem fást nú víða á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem Jömm-sósurnar er nú hægt að kaupa í fjölmörgum matvöruverslunum.<br/> <br/>Hinn 1. maí var svo veitingastaðurinn Jömm opnaður aftur á Kringlutorgi og er þar kominn með varanlega staðsetningu.</span>

mbl.is