Kjúklingarétturinn sem krakkarnir elska

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Kjúklingur í karríi er eitt það besta sem hægt er að bjóða upp á. Svo gott reyndar að maður finnur til svengdar við það eitt að lesa þessa uppskrift. 

Þessi uppskrift kemur frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is og ef einhver veit hvað krakkarnir elska þá er það hún!

Karrýkjúklingur

Fyrir 4-6

 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2 pk. TORO karrísósa
 • 1 stk. saxaður laukur
 • 500 ml rjómi
 • 450 ml vatn
 • salt, pipar, cheyenne pipar og BEZT á flest
 • rifinn ostur
 • ólífuolía til steikingar
 • hrísgrjón, hvítlauksbrauð, ferskur ananas og kóríander (meðlæti)

Aðferð:

 1. Brúnið kjúklingalærin á pönnu upp úr ólífuolíu og BEZT á flest kryddinu og raðið þeim síðan í eldfast mót á meðan þið útbúið sósuna (á sömu pönnunni og óþarfi að þrífa hana á milli).
 2. Bætið olíu á pönnuna og brúnið laukinn, kryddið með salti og pipar.
 3. Hellið þá rjóma og vatni út á laukinn og hrærið báðum karrísósupökkunum saman við og kryddið eftir smekk. Farið varlega með cheyenne piparinn og smakkið sósuna til þar til þið eruð sátt.
 4. Hellið henni yfir kjúklingalærin í eldfasta mótinu, rífið vel af osti yfir og bakið við 180°C í um 35 mínútur.
 5. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, ferskum ananasbitum og góðu brauði.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is