Svalasta samstarf síðari ára

Hver man ekki eftir því þegar SkjárEinn var með viku þar sem umsjónarmönnum var víxlað milli þátta með eftirminnilegum hætti? Nú hafa meistararnir á bak við Hamborgarafabrikkuna og Blackbox ákveðið að vera með svipaðan gjörning og útkoman er með því betra sem sést hefur lengi.

Um er að ræða samstarf sem felur í þér að Blackbox hefur þróað pítsu sem minnir um margt á hamborgara og mætti best lýsa sem ljúffengum óði til Fabrikkunnar og þess besta sem hún hefur upp á að bjóða. Fabrikkumenn gerðu slíkt hið sama og hönnuðu hamborgara sem er í reynd pítsa. Hljómar spennandi? Svo sannarlega og til að taka samstarfið enn lengra virkar það þannig að ef þú ferð á annan hvorn staðinn og pantar þér gjörninginn (eða óðinn) þá færðu 2 fyrir 1 af gjörningnum á hinum staðnum.

Það eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson á Fabrikkunni og Karl Viggó Vigfússon á Blackbox sem eiga heiðurinn að þessu skemmtilega uppátæki en samstarf sem þetta hefur ekki verið mjög algengt hérlendis en er vinsælt erlendis. Þar kallast kokkar og veitingastaðir á og er útkoman alla jafna stórskemmtileg. Að sögn Jóhannesar var aðdragandinn að samstarfinu hein áskorun. „Blackbox skoraði á okkur og það er ekki annað hægt en að taka svona áskorun enda vissum við að útkoman yrði geggjuð. Að búa til hamborgara undir áhrifum frá Blackbox og þeir að gera pítsu undir áhrifum frá Fabrikkunni.“

Blackboxborgarinn inniheldur 130 g af hágæðaungnautakjöti, beikon, hvítlauksristaða sveppi, klettasalat …
Blackboxborgarinn inniheldur 130 g af hágæðaungnautakjöti, beikon, hvítlauksristaða sveppi, klettasalat og pítsamæjó. Á toppnum er svo pítsan... mbl.is
Sjóðandi heitur súrdeigsbotn með ostablöndu, sveppum lauk, hvítlauksolíu. Eftir bökun …
Sjóðandi heitur súrdeigsbotn með ostablöndu, sveppum lauk, hvítlauksolíu. Eftir bökun er sett hægeldað nautainnanlæri, brakandi ferskt klettasalat, sultaðan rauðlauk og bernaise sósu. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »