Svona gerir þú kaffið helmingi betra

Stundum les maður eitthvað á netinu sem hljómar svo galið að það getur ekki verið satt. Þetta trix er eitt þeirra og eins galið og það hljómar þá er það líka rökrétt.

Það eina sem þú þarft að gera er að setja þurra eggjaskurn í botninn á pressukönnunni þinni. Síðan setur þú duftið, heita vatnið og loks pressar þú. Það sem þetta á að gera er að minnka sýruna í kaffinu og útkoman á að vera mýksta kaffi sem þú hefur bragðað.

Ef þú hellir upp á á gamla góða mátann má örugglega setja eggjaskurn í kaffipokann en kæra Nespressó-fólk - þið verðið að finna út úr þessu sjálf.

mbl.is/pinterest
mbl.is