Bláberjapönnukökurnar sem allir elska

mbl.is/Linda Ben

Pönnukökur eru mikið lostæti og fremur fljótgerðar. Það er því bráðsnjallt að vera í ágætist pönnukökuþjálfun til að geta skellt í létt millimál, morgunmat eða kaffi eftir því sem við á. Það er hin eina sanna Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift og henni bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn.

Bláberjapönnukökur
 • 4 dl haframjöl
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 2 egg
 • 1 frekar lítill banani
 • 1 krukka grísk haustjógúrt frá Örnu Mjólkurvörum.
 • 1 tsk. vanilludropar
 • mjólk eftir þörfum
 • 3 dl fersk bláber

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan mjólkina og bláberin saman í blandara og blandið þar til deig hefur myndast.
 2. Ef deigið er mjög þykkt, bætið þá mjólk út í deigið til að gera það þynnra eftir þörfum, (gott að byrja á 2 msk., hræra og setja svo meira).
 3. Setjið bláberin í deigið og hrærið saman með sleikju.
 4. Setjið deig á pönnu, u.þ.b. ½-1 dl, steikið á hvorri hlið á meðalhita, þar til pönnukakan er bökuð í gegn.
mbl.is/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »