Nýjar leiðir með nýjum skurðarbrettum

Þrjú ný skurðarbretti sem vekja athygli frá by Wirth.
Þrjú ný skurðarbretti sem vekja athygli frá by Wirth. mbl.is/byWirth

Skurðarbretti eru það mikill staðalbúnaður í hverju eldhúsi að þú tekur varla eftir þeim nema einhver þori að breyta aðeins til – rétt eins og by Wirth hafa gert í þessu tilviki.

Skurðarbretti eru ekki bara skurðarbretti, þau eru líka tilvalin til að stilla upp og skreyta eldhúsið. Yfirleitt er um viðarbretti að ræða og finnast þau í ýmsum stærðum og gerðum. Nýju brettin frá by Wirth eru dálítið öðruvísi en við höfum séð til þessa og eru öll framleidd úr viði sem fenginn er úr sjálfbærum skógum.

Það sem gerir brettin áhugaverð eru kantarnir, en þeir eru í 45° halla sem gefur notandanum alveg nýja sýn. Hægt er að raða brettunum saman sem auðveldar vinnuna við að koma einu hráefni yfir á annað bretti. Eins er þægilegt grip á brettunum til að flytja þau á milli borða.

Það eru þrjú ný bretti sem by Wirth kynnir hér til leiks og öll hafa þau sinn sjarma. Stærsta brettið sem hugsað er fyrir kjöt, hefur sérstaka rönd sem tekur allan kjötsafann án þess að hann leki út á borð. Millistærðin er með smávegis kanti þannig að jurtir, hnetur eða annað sem gæti runnið út af, mun haldast á brettinu. Og minnsta brettið er upplagt fyrir helgarmorgunverðinn. Þar er lítil „hola“ sem gæti geymt egg eða jafnvel saltflögur.

Kantarnir eru með 45° halla og því auðvelt að flytja …
Kantarnir eru með 45° halla og því auðvelt að flytja hráefni á milli bretta og raða þeim saman. mbl.is/byWirth
mbl.is/byWirth
Stærsta brettið er með örlítilli niðurfellingu sem tekur við öllum …
Stærsta brettið er með örlítilli niðurfellingu sem tekur við öllum kjötsafanum og hann lekur því ekki út á borð. mbl.is/byWirth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert