Þetta vissir þú ekki um Coca-Cola

Þekktasti gosdrykkur heims er kók.
Þekktasti gosdrykkur heims er kók. mbl.is/Coca-Cola

Coca-Cola á sér yfir 130 ára gamla sögu sem er eins fjölbreytt og drykkjarúrval fyrirtækisins. Hér eru fimm stórskemmtilegar staðreyndir sem þú vissir eflaust ekki um Coca-Cola.

Gosdrykkur sem slekkur þorsta
Flest okkar eru meðvituð um að drekka mikið vatn yfir daginn til að halda vökvamagni líkamans í lagi. En það sem þú vissir kannski ekki er að það eru gosdrykkirnir sem innihalda engan sykur eða engar kalóríur sem innihalda allt að 99% vatn – sem eru frábærar fréttir fyrir okkur sem eigum það til að þamba meira af slíkum drykkjum en hreinu vatni.

Handskrifuð uppskriftin er geymd í læstri hvelfingu
Hin eina sanna uppskrift að Coca-Cola hefur verið geymd á öruggum stað síðan drykkurinn var fundinn upp af Dr. John S. Pemberton árið 1886. En það var ekki fyrr en árið 1919 að uppskriftin sem við þekkjum í dag leit dagsins ljós og var skrifuð niður á blaðsnepil – sem nú er geymdur í vel læstri hvelfinu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Atlanta. En þar er hægt að skoða hvelfinguna ef einhver hefur áhuga.

6 vikur frá endurvinnslu til áfyllingu út í búð
Hefur þú velt því fyrir þér hvert ferðalag flöskunnar er eftir að þú skilar henni í endurvinnsluna? Allar flöskur fyrirtækisins eru endurnýtanlegar og frá því að þær lenda í endurvinnslunni tekur um sex vikur þar til þær hafa fengið nýtt líf með nýjum drykk og eru komnar í hillur verslana.

Stærsta Coca-Col-safn í heimi
Á safni einu má finna 30 ára gamla sögu Coke og Diet Coke í dósum. Yfir 10.500 dósir frá 87 löndum þar sem engar tvær dósir eru eins. Listamenn og tískugúru á við Manolo Blahnik, Marc Jacobs og Jean-Paul Gaultier hafa skreytt umbúðir Coke sem og svo margir aðrir.

Sprite Boy
Í kringum 1940 byrjaði teiknimyndakarakter að birtast í tímaritaauglýsingum frá Coca-Cola og bar hann nafnið Sprite Boy. Það var svo 20 árum síðar sem fyrirtækið setti límonudrykk á markað og kallaði hann Sprite í höfuð á Sprite Boy sem var þó löngu hættur að birtast í auglýsingum. 

Uppskriftin að Coca-Cola er geymd í harðlæstri hvelfinu sem enginn …
Uppskriftin að Coca-Cola er geymd í harðlæstri hvelfinu sem enginn nær til. mbl.is/Coca-Cola
mbl.is/Coca-Cola
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert