Sigrún Sveins bauð í geggjaða gúllassúpu

Albert hér ásamt Sigrúnu Sveinsdóttur.
Albert hér ásamt Sigrúnu Sveinsdóttur. mbl.is/Albert Eiríksson

Það er mögulega ekki á hverjum degi sem Sigrún Sveins býður í hádegisverð en Albert Eiríks var svo heppinn að vera boðinn. Ekki nóg með það heldur nældi hann í uppskrift að gúllassúpunni sem sögð er stórbrotin í alla staði og við þökkum þeim Alberti og Sigrúnu kærlega fyrir.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR

Himnesk gúllassúpa með ítölsku ívafi

  • 1,6 kg smátt skorið nautag­úllas
  • 2 msk. smjör
  • 5-6 lauk­ar, skorn­ir í tvennt og svo í sneiðar
  • 2 paprikur, skornar í bita
  • 3 tsk. papriku­duft
  • 3 tsk. hvítlauksduft
  • 3 tsk. timí­an
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 6 msk. tóm­at­puré
  • 3 msk. hun­ang
  • 2½ l vatn
  • 5-6 ten­ing­ar nautakraft­ur
  • 3 væn­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur, skorn­ar í ten­inga
  • 2 sætar kart­öflur, skor­nar í ten­inga
  • 4 dl rjómi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk og ögn af chil­idufti

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera gúllasið í litla bita. Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pip­ar.
  2. Hitið stór­an pott við frem­ur háan hita og bræðið smjörið. Brúnið kjötið án þess að gegn­steikja það og setjið svo til hliðar.
  3. Lækkið hit­ann og steikið lauk­inn í 10-15 mín­út­ur þannig að hann mýk­ist og breyti um lit. Paprikan steikt með. Bætið kjöt­inu aft­ur út í ásamt kryddinu og steikið aðeins áfram.
  4. Setjið tóm­at­puré sam­an við ásamt krafti, tómöt­um, hun­angi og vatni og hleypið suðunni upp. Flysjið kart­öfl­urn­ar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í. Látið súp­una sjóða í 30 mín­út­ur. Lækkið þá hit­ann, bætið rjóm­an­um út í og smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Látið súp­una malla við væg­an hita und­ir loki í 2-4 tíma. Því leng­ur því betra. Berið fram með brauði, sýrðum rjóma og stein­selju.

Ofan á ef vill: Ferskt kóriander og sýrður rjómi – borið fram með snittubrauði og smjöri. Uppskriftin er fyrir 6-8 manns.

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert