Fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon

mbl.is/Þröstur Sigurðsson

Nú fer hver að verða síðastur að grilla fyrr veturinn þó að þennan rétt megi reyndar vel elda inn í ofni. Svo er auðvitað hægt að grilla úti allan ársins hring þannig að það er best að blanda árstíðaskiptunum ekkert í þetta.

Það er enginn annar en Töddi a.k.a. Þröstur Sigurðsson sem á þessa uppskrift og hafi hann ævarandi þökk fyrir en bloggið hans er hægt að nálgast HÉR.

„Það er gott að grípa í þennan rétt ef maður á óvænt von á gestum í mat. Fljótlegt, einfalt og gengur með alls konar meðlæti," segir Töddi um þennan rétt.

Fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon

Þú þarft:

  • Kjúklingabringur
  • Ólívur
  • Fetaostur
  • Chilli pesto
  • Beikon

Ég byrja alltaf á að taka lundirnar af bringunum og grilla þær sér…og þá yfirleitt í annarri marinerinu, t.d. teryiaki, bara svona upp á flippið.

Síðan sker ég langsum í hliðarnar á bringunum og bý til lítinn vasa, set ca 1 tsk af chilli pestó, ólívur og fetaost í „vasann“ og vef svo beikoni utan um til að loka sárinu. Það er svo ljómandi gott að krydda beikonið með einhverju góðu ítölsku kryddi… nú eða smyrja með BBQ-sósu, neinei, segi svona.

Það er ekki verra ef maður getur leyft bringunum að hvíla svona í ca 30 mínútur.

Svo grilla ég þetta fyrst á miklum hita til að loka og fá krispí beikon og svo á minni hita þar til bringurnar eru eldaðar í gegn. Bringurnar verða mjög djúsí þar sem beikonið innsiglar vökvann og pestóið marinerar bringurnar að innan.

mbl.is/Þröstur Sigurðsson
mbl.is/Þröstur Sigurðsson
mbl.is/Þröstur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert