Hversdagsmaturinn sem allir elska

Stórkostlegur pastaréttur með túnfisk og parmesan flögum.
Stórkostlegur pastaréttur með túnfisk og parmesan flögum. mbl.is/Kære-hjem.dk

Við verðum að eiga eina hversdagsuppskrift sem tekur ekki hálfan daginn að malla í pottunum. Þessi er akkúrat þannig – fljótleg og bragðgóð uppskrift að pasta með túnfisk. Hér spila pekanhnetur og parmesan einnig stórt hlutverk með sínum einstöku bragðeiginleikum. Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af túnfisk má einfaldlega sleppa honum og rétturinn verður samt frábær.

Hversdagsrétturinn er pasta með túnfiski

  • 250 g heilhveitipasta
  • 2 msk. ólífuolía
  • 3 stór hvítlauksrif
  • 8 þroskaðir tómatar
  • salt og pipar
  • eitt búnt fersk basilika
  • 2 túnfiskdósir
  • pekanhnetur
  • 30 g parmesan
  • gott brauð

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Hitið olíu í potti og ristið smátt skorinn hvítlaukinn í pottinum. Skerið tómatana gróflega og setjið út í pottinn – hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.
  3. Bætið pastanu út í tómatblönduna í pottinum.
  4. Saxið basiliku gróflega og setjið helminginn út í tómatsósuna.
  5. Setjið í djúpa diska og toppið með túnfiski.
  6. Ristið pekanhneturnar létt og stráið yfir réttinn ásamt restinni af basilikunni – og rífið stórar parmesanflögur yfir.
  7. Piprið og berið fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert