Var sagt að léttast um 15 kíló

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. VALERIE MACON

Jennifer Aniston er ein ástsælasta leikkona heims eins og við vitum flest. Stóra tækifærið hennar var hlutverk Rachel í sjónvarpsþáttunum Friends en hún hefur greint frá því að skömmu áður en hún fór í prufur fyrir þættina hafi umboðsmaður hennar tilkynnt henni að hún yrði að létta sig um 15 kíló ef hún ætlaði að fá einhver hlutverk.

„Þetta er það besta og heiðarlegasta sem nokkur hefur sagt við mig. Svona er Hollywood og því miður var ég of þung til að koma til greina í flest hlutverk. Flóknara var það ekki miðað við staðlana sem voru. Ég var auðvitað steinhissa en þegar mataræði mitt var skoðað þá kom í ljós að ég lifði einna helst á samlokum með majónesi,“ segir Aniston.

Hún hafi tekið málin í sínar hendur og allar götur síðan þá passað upp á mataræði sitt og verið dugleg að hreyfa sig. Hún forðist einna helst kolvetni en sé engin öfgamanneskja þegar kemur að mat.

Eins sé hún hrifin af Nutrisystem-vörunum en það eru í grunninn matarpakkar sem miða að því að halda kolvetnum í lágmarki. Svo vel hefur Aniston gengið með Nutrisystem að hún er talskona fyrirtækisins. Aniston segir jafnframt að stærsta breytingin hafi verið þegar hún fór að hugsa um sjálfa sig - bæði mataræðið og passa upp á líkamsræktina.

Þar höfum við það - borða hollt og hreyfa sig.

Jennifer Aniston fyrir 15 árum þegar hún lék í Friends.
Jennifer Aniston fyrir 15 árum þegar hún lék í Friends. mbl
Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Justin Theroux.
Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Justin Theroux. AFP
mbl.is