Simmi Vill opnar veitingastað

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson. Ómar Óskarsson

Enn berast gleðifregnir af opnun nýrra veitingastaða og næstur upp á dekk er enginn annar en reynsluboltinn Sigmar Vilhjálmsson sem ætlar, ásamt Vilhelm Einarssyni að opna veitingastað á næstu vikum.

Í samtali við bæjarblaðið Mosfelling segir Sigmar að staðurinn verði í gamla Arion-banka húsinu í Mosfellbæ og hefur staðurinn fengið nafninn Barion (í höfuðið á Arion).

Staðurinn verður sportbar, hverfisbar, veitingastaður og félagsheimili fyrir fullorðið fólk sem býður upp á fjölbreyttan mat.

Spennandi verður að fylgjast með Sigmari sem hefur verið viðloðandi veitingarekstur lengi hér á landi og er nú talsmaður svína- og kjúklingabænda eins og frægt er orðið.

mbl.is