Nýjar dásemdir frá Royal Copenhagen

Blomst stellið fagra frá Royal Copenhagen sem kom hingað til lands fyrr á árinu var að fá fullt af nýjum dásemdar viðbótum. Í stellinu eru mörg mismunandi handmáluð blómamynstur sem eru tekin úr gamla Blå Blomst sem kom fyrst á markað árið 1779.

Meðal annars bættust við skálar með klausturliljumynstri og drottningarfífilsmynstri, matardiskar með túlípanamynstri og salvíu.

Jafnframt komu bollar með maríuklukkum og geldingarhnappi ásamt framreiðslufati skreyttu með ótrúlega fallegum dalíum/glitfíflum.

Þeir sem voru farnir að safna Blomst stellinu geta því tekið gleði sína og bætt í safnið fyrir jólin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert