Ostóber fagnað um land allt

Halló girnilega osta-hlaðborð!
Halló girnilega osta-hlaðborð! mbl.is/Courtney Whitmore

Hér á landi höldum við okkar eigið Októberfest eða Ostóber eins og MS kýs að kalla mánuðinn. Þá verður gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta fagnað og eru landsmenn hvattir til að taka þátt í gleðinni.

„MS framleiðir úrval osta sem landsmenn þekkja vel en sumir ostanna eru minna þekktir og færri hafa smakkað. Í Ostóber viljum við hvetja fólk til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu," segir í fréttatilkynningu frá MS og munum við hér á mbl.is taka þátt í gleðinni og birta skemmtilegar og spennandi ostauppskriftir.

Sérstakar ostakynningar verða í völdum verslunum, Bónus verslanirnar verða með Óðals-Ostóber daga, nýr og endurbættur ferskur Mozzarella ostur verður kynntur og þá mun Dominos bjóða upp á sérstaka fjögurra osta Ostóberpizzu með rifnum piparosti, Óðals Cheddar, Óðals Havarti krydd og Mozzarella pizzaosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert