Svona skerðu út fullkomið grasker

Við mælum með að skera út grasker í ár. Það …
Við mælum með að skera út grasker í ár. Það er alveg fínasta skemmtun. mbl.is/Colourbox

Það er ekki seinna vænna en að fara brýna hnífinn og skera út grasker – fyrir þá sem ætla sér að taka þátt í Halloween gleðinni í ár. Það eru eflaust einhverjir sem mikla þetta allt of mikið fyrir sér sem er algjör óþarfi. Því verkið er fyrst og fremst bara skemmtilegt og það sérstaklega þegar öll fjölskyldan tekur þátt.

Eina sem til þarf er:

  • Grasker
  • Beittur hnífur
  • Nálar eða teip
  • Skapalón

Listin að skera út grasker:

  • Byrjaðu á því að prenta út skapalón með þeirri mynd sem þú vilt skera út eða búðu til þína eigin. Við mælum eindreigið með þessari síðu HÉR – þar sem þú getur prentað út tilbúnar myndir. Mundu bara að klippa ekki myndina út. Þú setur allt blaðið á graskerið og festir með nálum eða teipi áður en þú byrjar að skera út.
  • Áður en þú tekur upp hnífinn skaltu skera toppinn fyrst af öllu, til að byrja að hreinsa graskerið að innan. Þú gætir eflaust fundið fram girnilegar uppskriftir sem innihalda grasker til að láta ekki innmatinn fara til spillis.
  • Skerðu út andlit, myndir eða annað sem þér dettur í hug og skreyttu með kerti.

Góða skemmtun!

Hryllingslega flott þetta grasker.
Hryllingslega flott þetta grasker. mbl.is/Cosmopolitian_Pinterest
mbl.is/Womansday.com_Pinterest
Fyrir þá sem taka þetta skrefinu lengra og sýna listræna …
Fyrir þá sem taka þetta skrefinu lengra og sýna listræna takta með hnífinn. mbl.is/Pinterest
mbl.is