Betty Crocker brownie með saltkaramellukremi

mbl.is/Hjördís Dögg

Hér er ein klassísk og góð frá Hjördísi á Mömmur.is. Hún notaði glútenfríu blönduna og segir að hún hafi komið frábærlega út - sem eru góðar fréttir fyrir þá sem borða ekki glútein. Einföld, fljótleg og klikkar ekki!

Betty Crocker brownie með saltkaramellukremi

Botn:

  • 1 pakki Betty Crocker glúteinfrítt Browniemix
  • 2 stk. egg
  • 60 g smjör eða 90 ml ISIO4 olía

Krem:

  • 1 dós Betty Crocker saltkaramellukrem
  • 3 msk. rjómi

Skraut:

  • Jarðarber, bláber og hindber.
  • DanSukker flórsykur

Aðferð:

  1. Setjið egg og brætt smjör/olíu saman við browniemixið.
  2. Hrærið vel í um þrjár mínútur.
  3. Smyrjið hringlaga mót 20-25 cm og setjið deigið í mótið.
  4. Bakið við 160°C hita í 18-20 mínútur.
  5. Leyfið kökunni að kólna áður en kreminu er hellt yfir.
  6. Hitið kremið örlítið í örbylgjuofni. Blandið rjóma saman við og hrærið vel.
  7. Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið hana með berjum.
  8. Kemur vel út að sáldra flórsykri yfir. 
mbl.is/Hjördís Dögg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert