Eiginmaður játar að hafa skipt út majónesinu í heilt ár

Það er tvennt ólíkt að borða létt-majó eða eitt sem …
Það er tvennt ólíkt að borða létt-majó eða eitt sem er afar fituríkt. mbl.is/guinnessworldrecords.com

Myndir þú fatta ef makinn þinn myndi skipta út ákveðnu hráefni í eitthvað annað? Einn útsmoginn eiginmaður reyndi að spara sér krónurnar með því að skipta út Hellmann´s majónesi yfir í ódýrt majó frá Aldi – í heilt ár!

Maðurinn sem um ræðir varpaði leynarmáli sínu á Reddit ásamt mynd þegar hann er að yfirfæra majónesið á milli íláta. Hann skrifar; „Piping the Aldi mayo into the same Hellmann´s bottle we´ve had for a year, so the missis will not know she´s a commoner“. Það ætlaði allt yfir um að keyra af kommentum undir myndina, þar sem fólk lét skoðanir sínar óspart í ljós.

Einhverjir vildu meina að þetta væri ólöglegt á meðan aðrir sögðu manninn vera að fita konuna sína án hennar vitundar með því að skipta út majónesinu. Sumum fannst undarlegt að konan hans væri ekki búin að reka augun í dagsetningu á krukkunni og enn aðrir höfðu áhyggjur af að hann þrifi ekki krukkuna inn á milli.

Það voru líka nokkrir sem fundust athæfið vera algjör snilld á meðan aðrir deildu svipuðum sögum. Það kemur þó hvergi fram hvað konan hans hafi sagt við athæfinu sem slíku, en við stórefumst um að hún hafi verið kát með sinn mann eftir þetta – hún fann þó engan mun á majóinu sem er sjokkerandi.

Myndin sem maðurinn setti með ummælum sínum á Reddit. Hér …
Myndin sem maðurinn setti með ummælum sínum á Reddit. Hér er hann að yfirfæra ódýra majónesið yfir í Hellmann´s-krukkuna. mbl.is/Reddit.com
mbl.is/Reddit.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert