Missti 127 kíló á einu ári

Darren í dag.
Darren í dag. mbl.is/skjáskot/Mirror

Við heyrum reglulega frábærar árangurssögur frá fólki sem hefur tekið mataræðið og lífstílinn í gegn með framúrskarandi árangri. Þessi saga er ein þeirra og segir frá hinum 28 ára gamla Darren "Dibsy" McClintock frá Middlesbrough í Bretlandi. Þegar Darren leitaði til einkaþjálfarand Mike Hind vó hann 250 kíló og var lífshættulega þungur samkvæmt læknunum sínum sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. 

Hind tók verkefnið alvarlega og var staðráðin í að koma Darren til hjálpar. Vandamálið var hins vegar stórt og þegar farið var yfir hvað hann borðaði daglega þá var það hvorki vandað né hollt. Samtals innbyrði hann 11.000 hitaeiningar á dag og móðir hans hafði þungar áhyggjur. 

Hind útbjó meðal annars dreifibréf sem hann fór með á alla skyndibitastaði nálægt heimili Darren þar sem hann bað starfsfólk vinsamlegast um að hjálpa honum að bjarga lífi hans og neita honum um afgreiðslu. 

Darren ákvað að taka verkefnið alla leið og á einu ári hefur hann lést um helming og vegur núna um 125 kíló. Hann segir að sér hafi aldrei liðið betur á ævinni. Hann borðar núna skynsamlegan skammt af mat; yfirleitt hafra í morgunmat, pasta og grænmeti í hádeginu og kvöldverð sem er ekki of þungur. 

Það sem mestu skiptir þó er að heilsan er miklu betri og í tilefni áfangans tók Darren þátt í hlaupi ásamt Hind og keppti á boxmóti í framhaldinu. Hann segist hafa fengið ótrúlegan stuðning í gegnum samfélagsmiðla og líf hans sé umbreytt að flestu leiti. 

Númer eitt, tvö og þrjú sé líkamleg heilsa betri. 

Heimild: Mirror

Dreifibréfið sem Mike Hind dreifði á skyndibitastaði.
Dreifibréfið sem Mike Hind dreifði á skyndibitastaði. mbl.is/skjáskot/Mirror
Félagarnir þegar verkefnið hófst.
Félagarnir þegar verkefnið hófst. mbl.is/skjáskot/Mirror
Darren áður en hann breytti um lífstíl.
Darren áður en hann breytti um lífstíl. mbl.is/skjáskot/Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert