Nýir bollar í Flora-línuna frá Royal Copenhagen

Flora-stellið frá Royal Copenhagen þykir það allra fínasta í bransanum í dag enda með afbrigðum fallegt eins og við höfum fjallað um hér á Matarvefnum. Þær gleðifregnir berast nú að komnir séu nýir bollar í stellið. Annar er með gulum túlípana og hinn með bláu kornblómi. 

Aðdáendur stellsins geta því glaðst enda má líkja Flora-stellinu við fágætan söfnunargrip og hafa sérfræðingar fullyrt að allt verði bragðbetra með fallegu stelli. Við getum auðvitað ekki staðfest það en fallegt er það... 

mbl.is