Sonur Jennifer Garner endurskírði kryddin á heimilinu

Leikkonan Jennifer Garner.
Leikkonan Jennifer Garner. AFP

Hvað gerir maður þegar sjö ára sonurinn fær verkefni að stjórna miðavélinni og útkoman er allt önnur en til stóð? Nú maður gerir það eina í stöðunni og dáist að viðleitninni og hugmyndaauðginni. 

Sjö ára sonur Jennifer Garner, Samuel, fékk einmitt það verkefni á dögunum og útkoman var frekar fyndin. Svo fyndin reynar að Garner birti mynd af útkomunni á samfélagsmiðlum. 

mbl.is